Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissini, Ölmu Möller og Óskari Reykdalssyni á fundi dagsins. Vísir/Arnar Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira