„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 13:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“