Eiga von á því að smitum fjölgi næstu daga Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 18:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
„Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08
Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37
Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30