Besti tíminn en „helvíti skítt“ Sylvía Hall og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 18:07 World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun. World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12
Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59