Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 15:35 Kári hefði sjálfur viljað sjá samkomur takmarkaðar við 20 manns. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira