„Stöndum saman í þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:08 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira