Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 17:56 Alma Möller landlæknir. Stöð 2 Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira