Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 23:00 Henderson hefur verið frábær í marki Sheffield United undanfarin tvö ár. Hann er mögulega á leið til Chelsea eða Tottenham. Peter Powell/Getty Images Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira