„Menn festast í að tala um 2013 en það er 2020 núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 11:00 Björn Daníel Sverrisson var gerður að fyrirliða FH fyrir tímabilið. vísir/hag FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10