Kíktu í heimsókn til Rashford: Skelfilegur kokkur sem hjólar í gufubaði á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:40 Marcus Rashford átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Leila Coker/Getty Images Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00
Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00
Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15