Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 22:49 Kári Stefánsson segist telja að fleiri séu smitaðir en vitað er af. Vísir/Vilhelm „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira