Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 21:47 Stefnt er að því að skemmta sér í Eyjum þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira