Klopp rifjaði upp fyrstu kynni sín af Ferguson: „Eins og að hitta páfann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 14:32 Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að bæði Englands- og Evrópumeisturum. getty/Paul Ellis Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, rifjaði upp fyrstu kynni sín af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Manchester United, eftir að hann var valinn stjóri ársins af þjálfarasamtökunum á Englandi. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ferguson og það var Skotinn sem tilkynnti að Klopp fengi verðlaunin í ár. Þar sagði hann m.a. að Klopp hefði hringt í sig um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væri Englandsmeistari. Ferguson sagðist ekki erfa það við Klopp. Í þakkarræðu sinni minntist Klopp sinna fyrstu kynna af Ferguson og sagði að það hefði verið eins og að hitta sjálfan páfann. „Ég veit að það er ekki viðeigandi fyrir stjóra Liverpool að segja þetta en ég dáist að honum. Hann var fyrsti breski stjórinn sem ég hitti og við fengum okkur morgunmat saman,“ sagði Klopp. „Það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann man eftir því. En ég mun alltaf gera það því þetta var eins og að hitta páfann fyrir mig. Það var algjörlega frábært og við náðum strax saman. Þá gat ég ekki ímyndað mér að í framtíðinni myndi ég halda á þessum verðlaunum sem eru kennd við hann.“ Klippa: Klopp rifjar upp fyrstu kynnin af Ferguson Undir stjórn Klopps varð Liverpool Englandsmeistari eftir 30 ára bið. Liðið fékk 99 stig og var átján stigum á undan liðinu í 2. sæti, Manchester City. Í fyrra gerði Klopp Liverpool að Evrópumeisturum. Liðið hefur einnig unnið Ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða undir stjórn þess þýska. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, rifjaði upp fyrstu kynni sín af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Manchester United, eftir að hann var valinn stjóri ársins af þjálfarasamtökunum á Englandi. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ferguson og það var Skotinn sem tilkynnti að Klopp fengi verðlaunin í ár. Þar sagði hann m.a. að Klopp hefði hringt í sig um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væri Englandsmeistari. Ferguson sagðist ekki erfa það við Klopp. Í þakkarræðu sinni minntist Klopp sinna fyrstu kynna af Ferguson og sagði að það hefði verið eins og að hitta sjálfan páfann. „Ég veit að það er ekki viðeigandi fyrir stjóra Liverpool að segja þetta en ég dáist að honum. Hann var fyrsti breski stjórinn sem ég hitti og við fengum okkur morgunmat saman,“ sagði Klopp. „Það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann man eftir því. En ég mun alltaf gera það því þetta var eins og að hitta páfann fyrir mig. Það var algjörlega frábært og við náðum strax saman. Þá gat ég ekki ímyndað mér að í framtíðinni myndi ég halda á þessum verðlaunum sem eru kennd við hann.“ Klippa: Klopp rifjar upp fyrstu kynnin af Ferguson Undir stjórn Klopps varð Liverpool Englandsmeistari eftir 30 ára bið. Liðið fékk 99 stig og var átján stigum á undan liðinu í 2. sæti, Manchester City. Í fyrra gerði Klopp Liverpool að Evrópumeisturum. Liðið hefur einnig unnið Ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða undir stjórn þess þýska.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04
Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00