Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 07:46 Bandaríkjamenn á Íslandi hvetja Donald Trump Bandaríkjaforset til að fjarlægja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti. Getty/Bandaríska Sendiráðið Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér. Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08