Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 07:46 Bandaríkjamenn á Íslandi hvetja Donald Trump Bandaríkjaforset til að fjarlægja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti. Getty/Bandaríska Sendiráðið Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér. Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08