Ágúst: Eins og enginn vilji koma í Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2020 22:01 Ágúst reynir og reynir að fá menn í Gróttu en það gengur ekkert. vísir/daníel Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10