Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 21:42 Fjölnismenn stóðu í ströngu í kvöld en höfðu ekkert upp úr krafsinu gegn toppliði Vals. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04