Hermann í liði leikmanna sem voru of góðir fyrir B-deildina en ekki nægilega góðir fyrir úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 14:18 Hermann í leik gegn Chelsea í desember 2009. Julian Finney/Getty Images Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira