Morðinginn talinn hafa drepið annan „karlréttinda“-lögmann Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 12:18 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem er talin vera af Den Hollander þegar hann fór um Sambandslestarstöðina í Los Angeles 7. júlí, fjórum dögum áður en hann er talinn hafa skotið keppinaut sinn í „karlréttinda“-hreyfingunni til bana. AP/lögreglustjórinn í San Bernardino-sýslu Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið. Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Karlmaður á áttræðisaldri sem skaut son bandarísks alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans áður enn hann svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði er talinn hafa drepið annan baráttumann fyrir „karlréttindum“ í Kaliforníu nokkrum dögum áður. Maðurinn var þekktur fyrir kvenhatur og tilefnislausar málsóknir. Daniel Anderl, tvítugur sonur Esterar Salas, svæðisdómara, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra á heimili fjölskyldunnar í New Jersey sunnudaginn 19. júlí. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem hraðsendill, særði einnig Mark Anderl, eiginmann dómarans. Salas slapp ómeidd. Morðinginn fannst látinn í vegarkanti í New York-ríki nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Hann virtist hafa skotið sjálfan sig í höfuðið. Hann hét Roy Den Hollander, 72 ára gamall lögfræðingur, sem lýsti sjálfum sér sem „andfemínista“ og höfðaði fjölda mála til stuðnings svonefndra „karlréttinda“, yfirleitt án árangurs. Nokkrum dögum fyrir ódæðið í New Jersey er Den Hollander sagður hafa ferðast til San Bernardino í Kaliforníu þar sem hann skaut Marc Angelucci, annan karlréttindalögmann, til bana. Den Hollander er talinn hafa verið öfundsjúkur út í Angelucci sem hafði unnið sigur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn því að aðeins karlmenn væru kallaðir upp til herþjónustu. Den Hollander hafði höfðað sambærilegt mál en Salas dómari hafði enn ekki tekið það fyrir. Esther Salas var fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna embætti svæðisdómara í Bandaríkjunum þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar árið 2011. Barack Obama, þáverandi forseti, tilnefndi hana.AP/Rutgers-lagaskólinn Í fórum Den Hollander fannst listi af nöfnum á annars tugs einstaklinga sem hann gæti hafa ætlað að gera mein. Auk Salas og Angelucci voru þar nöfn þriggja kvendómara og tveggja krabbameinslækna. Einn þeirra hafði annast Den Hollander sem sagði gömlum félaga í desember að hann þjáðist af sjaldgæfu húðkrabbameini, að sögn New York Times. Skrif Den Hollander benda til þess að hann hafi verið haldinn djúpstæðu hatri á konum. Hann sakaði móður sína um að hafa komið í veg fyrir að hann eignaðist kærustu og rússneska fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa aðeins gifst sér til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þá hafði hann óra um að beita kvenkyns dómara í skilnaðarmáli hans kynferðislegu ofbeldi. Í hátt í tvö þúsund blaðsíðna „sjálfsævisögu“, sem AP-fréttastofan segir fulla af kvenhatri og rasisma, skrifaði Den Hollender að hann ætlaði að berjast gegn „femínasistum“ allt fram á síðasta dag. New York Times segir að mál hans sé dæmi um hvernig orðræða og gjörðir sumra í svonefndri „karlréttindahreyfingu“ hafi orðið ofbeldisfyllri og meira ógnandi í garð kvenna undanfarið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07 Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. 21. júlí 2020 09:07
Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. 20. júlí 2020 13:27