Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 08:40 Solskjær getur ekki verið annað en ánægður með innkomu Bruno í enska boltann. Peter Powell/Getty Images Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55