Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:09 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira