Spessi myndar fólk sem náði sér af kórónuveirunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2020 19:45 Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi. Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi.
Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent