Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2020 19:00 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis ARNAR HALLDÓRS Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37
Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00