Smitrakningu að mestu lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 19:30 Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. Smitin tvö sem greindust í gær tengjast ekki. Í öðru málinu hafa innan við tíu manns verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi, en 200 keppendur voru skráðir á mótið. Ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví vegna innanlandssmitanna tveggja að sögn yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Hinir smituðu eru karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri. Þeir eru með einkenni og komnir í einangrun. Vísbendingar eru um að annar hinna smituðu hafi verið í tengslum við fólk sem kom erlendis frá. Smitrakningu er að mestu lokið en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. „Við erum ekki alveg búin að klára þá rakningu og erum að vinna að því að geta varpað einhverju ljósi á það. Vonumst til að geta gert það,“ sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. „Er víst að það takist?“ „Nei það er ekki víst en við reynum,“ sagði Jóhann. Því er ekki hægt að útiloka að hinn smitaði sé úti í samfélaginu. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að líklegt sé að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að þrjár vikur eru síðan innanlandssmit greindist síðast á landinu. Hann sagði jafnframt að um mögulega hópsýkingu væri að ræða og biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. Smitin tvö sem greindust í gær tengjast ekki. Í öðru málinu hafa innan við tíu manns verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi, en 200 keppendur voru skráðir á mótið. Ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví vegna innanlandssmitanna tveggja að sögn yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Hinir smituðu eru karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri. Þeir eru með einkenni og komnir í einangrun. Vísbendingar eru um að annar hinna smituðu hafi verið í tengslum við fólk sem kom erlendis frá. Smitrakningu er að mestu lokið en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. „Við erum ekki alveg búin að klára þá rakningu og erum að vinna að því að geta varpað einhverju ljósi á það. Vonumst til að geta gert það,“ sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. „Er víst að það takist?“ „Nei það er ekki víst en við reynum,“ sagði Jóhann. Því er ekki hægt að útiloka að hinn smitaði sé úti í samfélaginu. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að líklegt sé að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að þrjár vikur eru síðan innanlandssmit greindist síðast á landinu. Hann sagði jafnframt að um mögulega hópsýkingu væri að ræða og biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04