Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 18:30 Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“ Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“
Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira