Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 11:28 ÍR-ingar urðu stigameistarar á MÍ 15-22 ára og yngri. Taka má fram að ekki liggur fyrir í hvaða liði hinn smitaði keppandi er. mynd/frí Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Frjálsíþróttasambands Íslands. Þar segir að þeir einstaklingar sem nú séu komnir í sóttkví hafi verið taldir í hááhættu að mati sóttvarnalæknis og rakningarteymis, en aðrir þátttakendur og starfsmenn mótsins eru hvattir til að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Leiki minnsti vafi á því hvort þeir hafi smitast séu þeir beðnir um að hafa samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Meistaramót fullorðinna fer fram á Akureyri um helgina og þó að nokkrir keppendur missi af því móti, þar sem þeir eru nú komnir í sóttkví, segir Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri FRÍ að mótið muni fara fram. „Við höldum okkar striki með meistaramótið eins og staðan er akkúrat núna. Við erum bara að treysta á smitrakninguna og höfum ekkert annað í höndunum,“ segir Guðmundur sem áætlar að af þeim sem komnir séu í sóttkví hafi verið um 10-12 keppendur á mótinu í Kaplakrika um síðustu helgi. „Við höfum með mótshöldurum fyrir norðan skerpt á öllum aðgerðum til að stuðla að smitvörn. Við viljum sýna fyllstu aðgát, meðal annars með því að spritta öll kastáhöld á milli kasta og fleira slíkt,“ segir Guðmundur. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Frjálsíþróttasambands Íslands. Þar segir að þeir einstaklingar sem nú séu komnir í sóttkví hafi verið taldir í hááhættu að mati sóttvarnalæknis og rakningarteymis, en aðrir þátttakendur og starfsmenn mótsins eru hvattir til að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Leiki minnsti vafi á því hvort þeir hafi smitast séu þeir beðnir um að hafa samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Meistaramót fullorðinna fer fram á Akureyri um helgina og þó að nokkrir keppendur missi af því móti, þar sem þeir eru nú komnir í sóttkví, segir Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri FRÍ að mótið muni fara fram. „Við höldum okkar striki með meistaramótið eins og staðan er akkúrat núna. Við erum bara að treysta á smitrakninguna og höfum ekkert annað í höndunum,“ segir Guðmundur sem áætlar að af þeim sem komnir séu í sóttkví hafi verið um 10-12 keppendur á mótinu í Kaplakrika um síðustu helgi. „Við höfum með mótshöldurum fyrir norðan skerpt á öllum aðgerðum til að stuðla að smitvörn. Við viljum sýna fyllstu aðgát, meðal annars með því að spritta öll kastáhöld á milli kasta og fleira slíkt,“ segir Guðmundur.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira