Huldufélag úr rannsóknarskýrslunni í 919 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 09:18 Ekkert fékkst upp í rúmlega 900 milljóna kröfur í þrotabú hrunfélagsins. Vísir/Vilhelm Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda. Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda.
Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira