Kanada-stúlkan, Gabrielle Daleman, er 22 ára og hefur gert gott mót á skautasvellinu undanfarin ár en nú setur hún einbeitinguna á annað.
Hún hefur bæði unnið gull á Ólympíuleikunum sem og brons á heimsmeistaramóti en nú ætlar hún að keppa í Miss World undankeppninni í Kanada.
„Ég trúi þessu ekki en ég er að fara taka þátt í Miss World í Kanada. Þetta er mikill heiður og ég hefði ekki verið hér án þeirra sem standa í kringum mig,“ sagði hún á Instagram.
Gabrielle vann undankeppnina í Ontari, sem er hérað við Toronto, og nú bíður undankeppni í öllu landinu. Hún hefur fengið viðurnefnið „Kim Kardashian íssins.“
Hún byrjaði snemma að skauta, fjögur ára gömul, en hún varð kanadískur meistari árið 2015 og 2018. Árið 2018 vann hún gull á Ólympíuleikum 2018 ásamt liði sínu í listskautum.
Skautarnir eru þó ekki komnir á hilluna en hún mun keppa á vetrarólympíuleikunum í febrúar 2022. Þangað til mun þú reyna verða fallegasta kona í heimi.