Gengst við því að hafa spurt hvort maður í vanda væri skattgreiðandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 15:46 Húsnæði ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. vísir/egill Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan. Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan.
Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira