Föstudagsplaylisti Jökuls Loga Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. júlí 2020 10:20 Tónlist Jökuls logar, eða er í það minnsta í hlýjari kantinum. Kata Jóhanness Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í gær kom út önnur plata taktsmiðsins Jökuls Loga, Bóndi í Brekku. Tónlist hans er í ætt við við lágskerpu hipphopp takta sem Youtube og fleiri veitur vilja ólmar að maður hlusti á meðan maður lærir eða slappar af. Platan er gefin út af þýsku plötuútgáfunni Urban Undergrounds og fær Jökull til sín góða gesti í þremur laganna, Ahmir The King, Mileenu og Vivid Brain. Jökull setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi í tilefni útgáfunnar. „Þetta er fullkominn playlisti fyrir bíltúrinn, skokkið og líka bara til að hafa í heyrnartólunum þegar maður leggst aftur í sófann og lokar augunum eða hefur þau opin,“ segir Jökull um listann og bætir við að hann samanstandi mestmegnis af hipp hoppi og töktum frá tónlistarfólki sem hafa haft áhrif á hann. Þar af býst hann við því að þrír rapparar muni gera „risastóra hluti“, Sideshow, Q Prodigal og Jay Cinema. Á döfinni hjá Jökli er aðallega meiri tónlistarsköpun, en hann er að vinna að tónlist með ýmsu öðru tónlistarfólki, og mun t.a.m. koma út lag í næsta mánuði sem hann gerði í samvinnu við djasssaxófónleikarann Mike Casey.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira