Björguðu einmana lunda á miðjum Langjökli Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 13:14 Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann. Aðsend Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu. Dýr Borgarbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu.
Dýr Borgarbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira