Atvinnuleysið úr 9,9 prósentum í 3,5 prósent milli mánaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 09:16 Mikið hefur mætt á starfsmönnum Vinnumálastofnunar í ár. Vísir/vilhelm Atvinnuleysið í nýliðnum júnímánuði var svipað og það var í sama mánuði í fyrra, ef marka má mælingar Hagstofunnar. Þær bera með sér að atvinnuleysið hafi verið 3,5 prósent í júní í ár, en það var 3,2 prósent í júní í fyrra. Þetta verður að teljast nokkur viðsnúningur því atvinnuleysið í maí á þessu ári mældist 9,9 prósent. Áætlað er að 217.200 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní í ár. Það jafngildir 83,1 prósent atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 209.500 hafi verið starfandi en 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2 prósent og hlutfall atvinnulausra 3,5 prósent í júní á þessu ári sem fyrr segir. hagstofa íslands Árstíðarleiðréttar tölur Hagstofunnar benda þó til þess að 8300 manns, eða 4,1 prósent af vinnuaflinu, hafi verið atvinnulaus í síðasta mánuði. „Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar við óvenjulegar aðstæður líkt og nú eru á vinnumarkaði. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu, en slíkar leiðréttingar duga skammt þegar óvæntir og einstakir atburðir hafa áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.“ Hagstofan tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða bráðabirgðatölur, sem verði endurskoðaðar við lok ársfjórðungsins. „Vísbendingar eru um brottfallsskekkju í niðurstöðunum sem lýsa sér í því að einstaklingar sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í júní voru ólíklegri til að svara spurningalista rannsóknarinnar heldur en þeir sem ekki fengu greiddar þess háttar bætur. Þetta kann að leiða til vanmats á atvinnuleysi fyrir júnímánuð.“ Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Atvinnuleysið í nýliðnum júnímánuði var svipað og það var í sama mánuði í fyrra, ef marka má mælingar Hagstofunnar. Þær bera með sér að atvinnuleysið hafi verið 3,5 prósent í júní í ár, en það var 3,2 prósent í júní í fyrra. Þetta verður að teljast nokkur viðsnúningur því atvinnuleysið í maí á þessu ári mældist 9,9 prósent. Áætlað er að 217.200 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní í ár. Það jafngildir 83,1 prósent atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 209.500 hafi verið starfandi en 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2 prósent og hlutfall atvinnulausra 3,5 prósent í júní á þessu ári sem fyrr segir. hagstofa íslands Árstíðarleiðréttar tölur Hagstofunnar benda þó til þess að 8300 manns, eða 4,1 prósent af vinnuaflinu, hafi verið atvinnulaus í síðasta mánuði. „Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar við óvenjulegar aðstæður líkt og nú eru á vinnumarkaði. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu, en slíkar leiðréttingar duga skammt þegar óvæntir og einstakir atburðir hafa áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.“ Hagstofan tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða bráðabirgðatölur, sem verði endurskoðaðar við lok ársfjórðungsins. „Vísbendingar eru um brottfallsskekkju í niðurstöðunum sem lýsa sér í því að einstaklingar sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í júní voru ólíklegri til að svara spurningalista rannsóknarinnar heldur en þeir sem ekki fengu greiddar þess háttar bætur. Þetta kann að leiða til vanmats á atvinnuleysi fyrir júnímánuð.“
Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira