Leiknir R. á toppinn eftir sigur á lærisveinum Gaua Þórðar | Samantekt kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 21:30 Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði fyrir Leikni í kvöld. mynd/leiknir Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira