„FH á heimavelli á að vinna alla leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 11:12 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira