Kórónuveiran í brennidepli í nýrri seríu Grey's Anatomy Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 21:01 Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey's Anatomy, Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira