Kórónuveiran í brennidepli í nýrri seríu Grey's Anatomy Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 21:01 Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey's Anatomy, Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira