Steinbergur fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhalds í „farsakenndu“ fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:52 Steinbergur Finnbogason lögmaður sést til hægri á mynd. Hann gengur þar út úr dómsal ásamt skjólstæðingi í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans. Dómsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans.
Dómsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira