Blikar taplausir á heimavelli í rúm þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa leikið 23 heimaleiki í röð án þess að tapa. vísir/bára Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira