Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2020 18:54 Frá fundi Flugfreyja á Hilton Nordica í dag. Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“ Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“
Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42