„Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2020 15:31 Ásgeir Trausti varð að halda tónleika í Hrísey. Mynd/valgeir magnússon Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira