Líklegt að fleiri skjálftar verði í dag Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:52 Um 1.400 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhring. Veðurstofa ÍSlands Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47