Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 19:15 Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir