Uppsagnir verða dregnar til baka Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. júlí 2020 02:42 Öllum flugfreyjum hjá Icelandair var sagt upp á föstudaginn. Þær uppsagnir verða að óbreyttu dregnar til baka. Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira