„Tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 21:55 ASÍ hafnar lögskýringum hæstaréttarlögmanns um að ákvörðun Icelandair hafi verið neyðarréttarlegs eðlis. Vísir/Baldur Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar. Icelandair Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira