„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ um uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2020 19:50 Gunnar Kristinn Gunnarsson verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
„Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“, er heiti á nýju verkefni, sem sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru að byrja með þar sem ömmu og afa er boðið í ferð með fjölskyldu sinni um uppsveitirnar með viðkomum á nokkrum völdum stöðum. Heilsueflandi uppsveitir er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu þar sem tilgangurinn er að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa og gesta á svæðinu. Sögugöngur um Flúðir og Reykholt hafa til dæmis slegið í gegn í sumar þar sem starfsemi fyrirtækja á svæðunum er kynnt og saga þorpanna sögð. Þá hafa íþróttahús sveitarfélaganna verið nýtt undir allskonar hreyfingu, t.d. mættu 160 börn og unglingar nýlega á fjögurra daga körfuboltabúðir á Flúðum. Sveitarfélögin sem standa að „Heilsueflandi uppsveitum“ eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Sögugöngur um Flúðir hafa líka slegið í gegnum í sumar en þar er Árni Þór Hilmarsson göngustjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Við byrjuðum á því að reyna að fá breiðfylkingu í sveitarfélögunum, við erum t.d. með þarfagreiningu núna í gangi fyrir Grímsnes og Grafningshrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp og svo leitum við til félagasamtakanna um að taka þátt í að skapa saman þetta heilsueflandi samfélag. Það er æðislegt að fá að stýra svona verkefni og kynnast kraftinum sem er til staðar og taka þátt í að byggja upp eitthvað,“ segir Gunnar Kristinn Gunnarsson, verkefnisstjóra Heilsueflandi uppsveita Gunnar segist vera mjög ánægður með hvað sögugöngurnar í Reykholti og Flúðum hafa tekist vel. „Í Reykholti er til dæmis „Sælkerarölt um Reykholt“, mjög spennandi og flott framtak hjá fyrirtækjunum, þar sem þau hafa tekið sig saman og eru með kynningar á því, sem er í gangi þar í sinni framleiðslu og eins hér á Flúðum, það eru fyrirtæki sem eru búin að taka sig saman og eru með viðburðadagskrá. Sælgeragöngur um Reykholt hafa slegið í gegn þar sem gestir göngunnar fá að fræðast um þorpið og heimsækja nokkur fyrirtæki. Göngustjóri er Herdís Friðriksdóttir. Gengið er alla föstudaga klukkan 11:00 og tekur gangan tæplega tvær klukkustundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gunnar segist vera með eitt mjög spennandi verkefni í gangi, sem fer vonandi fljótlega af stað. „Já, vinnuheitið á því er „Bjóðum ömmu og afa í ferðalag“ þar sem við leitum til fyrirtækja að gefa afslátt og annað þar sem við getum boðið upp á að fjölskyldan geti farið með ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar: Þannig að við skorum á fólk, þó það fari ekki til útlanda í ár, að bjóða ömmu og afa í ferðalag um uppsveitirnar,“ segir Gunnar.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira