Geta sótt um lán til að endurgreiða ferðir í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér vegna pakkaferða sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sjóðurinn var settur á fót þar sem ekki allar ferðaskrifstofur hér á landi hafa getað staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfaraldursins. Sjóðnum er ætlað að veita umræddum ferðaskrifstofum lán til þess að standa skil á endurgreiðslum til neytenda og tryggja rétt þeirra, auk þess að aðstoða ferðaskrifstofur sem standa höllum fæti vegna erfiðs rekstrarumhverfis um þessar mundir. Samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins hefur EFTA yfirfarið og samþykkt ráðstöfunina. „Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum. Lánunum skal eingöngu ráðstafað til að endurgreiða ferðamönnum lögboðnar endurgreiðslukröfur á hendur ferðaskrifstofum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamálastofa mun taka við og afgreiða lánsumsóknir fyrir hönd sjóðsins og hefur eftirlit með framkvæmd laganna um hann. Þá hefur ferðamálaráðherra hafið undirbúning þess að leggja af núverandi tryggingakerfi með því að setja á stofn tryggingasjóð sem ætlað er að sjá um að tryggja neytendum endurgreiðslur komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Neytendur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér vegna pakkaferða sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sjóðurinn var settur á fót þar sem ekki allar ferðaskrifstofur hér á landi hafa getað staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfaraldursins. Sjóðnum er ætlað að veita umræddum ferðaskrifstofum lán til þess að standa skil á endurgreiðslum til neytenda og tryggja rétt þeirra, auk þess að aðstoða ferðaskrifstofur sem standa höllum fæti vegna erfiðs rekstrarumhverfis um þessar mundir. Samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins hefur EFTA yfirfarið og samþykkt ráðstöfunina. „Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum. Lánunum skal eingöngu ráðstafað til að endurgreiða ferðamönnum lögboðnar endurgreiðslukröfur á hendur ferðaskrifstofum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamálastofa mun taka við og afgreiða lánsumsóknir fyrir hönd sjóðsins og hefur eftirlit með framkvæmd laganna um hann. Þá hefur ferðamálaráðherra hafið undirbúning þess að leggja af núverandi tryggingakerfi með því að setja á stofn tryggingasjóð sem ætlað er að sjá um að tryggja neytendum endurgreiðslur komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Neytendur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira