Þrjár vikur í barnið og „fjallageitin“ Anníe Mist gefur ekkert eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir kallaði sig fjallageit eftir að hún klifraði upp í þessa kletta komin 37 vikur á leið. Skjámynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira