Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 18:30 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Baldur Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel. Íslenska krónan Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel.
Íslenska krónan Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira