Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:41 Nærmynd Solar Orbiter af sólinni sem var tekin 30. maí. Sjónaukinn sem var notaður við myndatökuna er næmur fyrir fjarútfjólubláu ljósi. Vísir/EPA Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter
Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49