Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 14:42 Að sögn verkefnastjóra Borgarlínunnar verða framkvæmdirnar ekki jafn dýrar og margir hafa haldið fram. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30