Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40% Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18