Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 10:29 Frá dómsal í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur. Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur.
Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira